Foktjón varð hjá Skipalyftunni seinnipartinn í gær þegar stór iðnaðarhurð fauk upp á suður gafli hússins. Stefán Örn Jónsson yfirverkstjóri hjá fyrirtækinu áætlar að tjónið hafi orðið milli sex og sjö og segir guðs mildi að engin var við enn við vinnu sem í venjulegu árferði er ekkert óeðlilegt á þessum tíma. “Þetta er þannig staður í húsinu hjá okkur að þarna eru oft menn að störfum og við hrósum bara happi yfir því að enginn hafi orðið undir þessu.”
Hvöss suð-austan átt gekk yfir í gær með snörpum hviðum. En engu að síður varð þó nokkuð tjón. “Já hurðin er ónýt og brautin fyrir hana illa farin, einnig varð eitthvað tjón á minni hlutum fyrir innan hurðina, en við erum ekki að gráta það eru bara dauðir hlutir. Við erum fyrst og fremst þakklátir að ekki fór verr,” sagði Stefán að lokum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst