Fjölgunin á Suðurlandi var mismunandi eftir sveitarfélögum en í einstaklingum talið var fjölgunin mest í Árborg, 4,6 prósent, og í Hveragerði, 4,8 prósent. Í nokkrum sveitarfélögum á Suðurlandi fækkaði íbúum; mest í Vestmannaeyjum eða um 100 manns, 2,4 prósent.
Landsmönnum í heild hefur ekki fjölgað jafn mikið síðan um miðjan sjöunda áratuginn. Náttúruleg fólksfjölgun, fæddir umfram látna, á síðasta ári nam tæpum 0,9 prósentum en flutningsjöfnuður var 1,7 prósent.Aðstreymi útlendinga stendur því að verulegu leyti undir fólksfjölguninni og hefur hlutfall erlendra ríkisborgara af heildarmannfjölda hækkað á öllum landssvæðum. Hlutfallslega eru flestir erlendir ríkisborgarar á Austurlandi en rúmlega fjórðungur íbúa þar er með erlent ríkisfang.
Fólksfjölgunin er mun meiri á Íslandi en annarsstaðar í Evrópu en undanfarin ár hefur fólksfjölgun í álfunni í heild verið um 0,2 prósent. Einungis í örfáum löndum Evrópu hefur árleg fólksfjölgun verið meiri en 1 prósent.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst