Kristófer Daði Viktorsson fór holu í höggi á 14. holu á golfvellinum hér í Eyjum á dögunum. Hann notaði 6-járn í höggið, sem fór beint ofan í holuna, honum og öðrum í kring til mikillar gleði.
Kristófer er aðeins 10 ára gamall og er hann því yngsti kylfingurinn sem hefur náð holu í höggi á golfvellinum í Vestmannaeyjum.
Eyjafréttir óskar Kristóferi Daða innilega til hamingju!
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst