Mesti vindur á landinu í dag mældist á Stórhöfða. Þar var vindur 39.1 á níunda tímanum og var mesta hviða 50,3 m/s. Þetta kemur fram á nýjum vef Veðurstofunar, gottvedur.is. Veðrið er nú aðeins farið að ganga niður og mældist vindur á tíunda tímanum 34 m/s.
Minnt er á að önnur rauð viðvörun tekur gildi í fyrramálið klukkan 8.00 á Suðurlandi og gildir hún til kl. 13.00. Sunnan og suðvestan 28-33 m/s og hviður staðbundið yfir 45 m/s. Talsverð rigning á köflum. Foktjón mjög líklegt og það getur verið hættulegt að vera á ferð utandyra. Vatnavextir líklegir og raskanir á samgöngum líklegar. Ekkert ferðaveður. Búast má við miklum áhlaðanda og ölduhæð.
Nýjustu veðurathuganir á Stórhöfða má sjá hér að neðan.
| Tími | Vindur | Mesti vindur / hviða | Hiti | Raka- stig |
|---|---|---|---|---|
| Mið 05.02 kl. 22:00 |
36 m/s / 45 m/s | 7,5 °C | 78 % | |
| Mið 05.02 kl. 21:00 |
39 m/s / 50 m/s | 6,8 °C | 82 % | |
| Mið 05.02 kl. 20:00 |
39 m/s / 49 m/s | 4,1 °C | 97 % | |
| Mið 05.02 kl. 19:00 |
35 m/s / 48 m/s | 7,6 °C | 96 % | |
| Mið 05.02 kl. 18:00 |
31 m/s / 44 m/s | 7,3 °C | 98 % |




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.