Einn maður úr þriggja manna áhöfn léttabáts Herjólfs féll útbyrðis þegar eldur varð laus í vélarrúmi bátsins. Herjólfur var þá á leið úr Landeyjahöfn til Vestmannaeyja og var ferðin notuð til að æfa notkun léttabátsins
Björgunarskipið Þór var kallað út á hæsta forgangi og hélt úr höfn í Vestmannaeyjum kl 18:35, til móts við Herjólf og léttabátinn.
Þegar Þór kom á staðinn, nokkrum mínútum síðar, höfðu þeir tveir sem um borð í léttabátnum voru, náð félaga sínum sem féll útbyrðis aftur um borð og áhöfninni hafði tekist að slökkva eldinn með slökkvikerfi í vélarrúmi hans. Engin hætta var lengur á ferðum.
Áhöfn léttabátsins var tekin um borð í Bs Þór og áhöfn Þórs kom toglínu í léttabátinn. Þór hélt svo með léttabátinn í togi til hafnar í Vestmannaeyjum.
Þeir þrír sem voru um borð í léttabátnum voru fluttir með sjúkrabíl til skoðunar á sjúkrahúsi Vestmannaeyja, að eigin ósk.
Gott veður og sjólag var á staðnum og gengu aðgerðir vel. Þór var lagstur að bryggju og verkefni lokið um 45 mínútum eftir að lagt var úr höfn, segir í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Ljósmyndirnar voru teknar um borð í Bs Þór í kvöld.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.