Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Elliði Snær Viðarsson í leiknum gegn Slóvenum. Mynd/HSÍ

Elliði Snær Viðarsson hefur verið magnaður með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í handbolta. Elliði hefur tvisvar sinnum verið markahæstur í liði Íslands á þessu móti og var í leiknum mikilvæga gegn Slóvenum valinn maður leiksins. 

Eins og flestir Eyjamenn vita eru foreldrar Elliða, Dóra Björk Gunnarsdóttir og Viðar Einarsson. Þegar við settum okkur í samband við þau sátu þau um borð í Herjólfi. Ferðinni er heitið til Danmerkur til að fylgjast með syninum og íslenska liðinu leika í undanúrslitum gegn heimamönnum, Dönum.

Aðspurð að því hvernig það væri að fylgjast með syninum spila fyrir Íslands hönd á stórmóti segir Dóra ,,Það er alltaf ótrúlega skemmtilegt, pínu taugatrekkjandi en mjög gefandi. Við erum ótrúlega stolt af honum. Það er mikil vinna og fórnfýsi sem strákarnir leggja á sig til að spila fyrir Íslands hönd. Það hefur verið gaman að fylgjast með þeim styrkjast með hverju mótinu.”

Njóta þess að komast á stóra sviðið og halda í gleðina

Það getur tekið á taugarnar að fylgjast með strákunum en þau segjast enn vera uppistandandi en segja þetta taka á. „Sérstaklega þegar maður er langt í burtu, það er stundum erfitt. En þegar árangurinn er góður þá er gleðin líka mikil.”

Eins og fram hefur komið hefur Elliði verið markahæsti leikmaður Íslands í tveimur leikjum á mótinu, fyrst gegn Sviss með átta mörk og síðar gegn Slóvenum, með átta mörk. Dóra segir að þessi markaskorun Elliða sé alls ekki að koma á óvart. ,,Elliði hefur átt gott tímabil í þýsku deildinni og verið grimmur í markaskorun, þannig hann kemur okkur ekki á óvart. Hann hefur sloppið við meiðsli í vetur og kom að okkar mati vel stemmdur inn í mótið”.

Síðustu dagar hafa verið mikil rússíbanareið og afar stutt á milli leikja. Spurð hvort þau hafi átt von á þessum viðsnúningi eftir jafnteflið gegn Sviss segir hún að þau eins og nær öll þjóðin hafi haldið að EM ævintýrið væri á enda eftir leikinn gegn Sviss. „Þriðjudagurinn var mikil rússíbanareið sem gerir þetta ævintýri enn meira sjarmerandi. Nú er bara að njóta þess að komast á stóra sviðið og halda í gleðina.” Að lokum segja þau ,,Áfram Ísland”.

Nýjustu fréttir

Foreldrar Elliða stolt á leið til Danmerkur
Dýpi ekki nægjanlegt í Landeyjahöfn — Herjólfur fer til Þorlákshafnar
Sigurmark ÍBV kom í blálokin gegn Fram
Andlát: Þórunn Pálsdóttir
Mílan Jezdimirovic skrifar undir samning við ÍBV
Aukum loðnuveiðar
Eyjagöng gera samninga um jarðfræðirannsóknir
Kristmundur Axel meðal listamanna á Hljómey
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.