Síðastliðin tæp fjögur ár höfum við fengið að upplifa af eigin raun hversu mikilvægt er að hafa forystufólk í landinu sem skilur mikilvægi einstaklings- og atvinnufrelsis. Núverandi ríkisstjórn setti sér háleit markmið frá fyrsta degi, er hún tók við völdum. Sum voru góð og atvinnulífi og heimilum til hagsbóta, en önnur voru þess eðlis að augljóst var að þau myndu skapa ágreining. Stjórnmálamenn sem setið höfðu lengi í stjórnarandstöðu ætluðu sko heldur betur að sýna fram á að þeirra tími væri kominn! Þegar ástæða fyrir árangursleysi þessarar ríkisstjórnar er skoðuð, blasir skýringin við.