Fornir fjendur mætast í dag
ÍBV - Bikarmeistarar 2018

ÍBV og Haukar eigast við í undanúrslitum Powerade-bikars karla í handknattleik í Laugardalshöll í kvöld. Flautað verður til leiks klukkan 18.00. Á fjórða tug stuðningsmanna liðsins skellti sér í hópferð í morgunnsárið í gegnum Þorlákshöfn og var góð stemmning í hópnum samkvæmt viðmælanda Eyjafrétta. Þó nokkuð af stuðningsmönnum hefur auk þess ferðast til lands bæði og dag og í gær á eigin vegum.

Á vefsíðunni handbolti.is var birt frétt í morgun með nokkrum skemmtilegum staðreyndum um ÍBV og viðureignir þessara liða í bikarkeppninni:

  • ÍBV hefur átta sinnum komist í undanúrslit bikarkeppninnar í karlaflokki. Fyrst árið 1990. ÍBV mætti Víkingi og tapaði 29:26.
  • Sjö árum áður, 1983, komst Þór, annar forveri ÍBV, í undanúrslit bikarkeppninnar fyrst liða frá Vestmannaeyjum. Þórsarar töpuðu fyrir Víkingi, 26:20.
  • Þór Vestmannaeyjum var annað liðið utan höfuðborgarsvæðis til að ná sæti í undanúrslitum bikarkeppninnar í karlaflokki. KA braut ísinn fyrir landsbyggðaliðin árið 1980.
  • Síðast lék ÍBV í undanúrslitum mars 2020 og vann Hauka í hörkuleik í Laugardalshöll, 27:26.

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.