Um kvöldið var öllu starfsfólki Vinnslustöðvarinnar fyrr og síðar boðið í veislu í Höllinni. �?ar bárust félaginu margar kveðjur og gjafir. Aðeins skyggði á að gestir úr Reykjavík komust ekki en í þeim hópi voru sjávarútvegsráðherra, stjórnarformaður félagsins og fyrrum framkvæmdastjórar.
Við opnun ljósmyndasýningarinnar lagði Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar, áherslu á mikilvægi ljósmyndasýningarinnar sem vettvangs mannlífs, sögu og minninga sem tengjast Vinnslustöðinni hf., og það mætti þakka Sigurgeiri Jónassyni ljósmyndara.
Hann minntist þess að fyrir rúmlega einu ári ákvað stjórn Vinnslustöðvarinnar hf. að veita Sigurgeiri Jónassyni þriggja milljóna króna styrk til að skrá og koma á tölvutækt form þessu gríðarmikla ljósmyndasafni sínu, sem í eru milljónir mynda. �?Eina skilyrði Vinnslustöðvarinnar fyrir styrkveitingunni var að í tengslum við 60 ára afmæli félagsins í lok árs 2006 fengi félagið aðgang að myndasafninu og myndi efna til ljósmyndasýningar úr sögu félagsins. �?að höfum við nú gert.�?
Risavaxið verkefni
Binni sagði þetta verkefni Sigurgeirs og fjölskyldu risavaxið og aðeins hafi verið stigin fyrstu skref í að skrá og koma safninu í tölvutækt form. �?�?arna ætti að koma til myndarlegur opinber stuðningur líka því varðveisla ljósmyndanna hefur menningarsögulegt gildi fyrir íslenska þjóð, ekki bara fyrir Eyjamenn,�? sagði Binni og hélt áfram.
�?Við ljósmyndun sína hefur Sigurgeir beitt nákvæmni meyjunnar, ekki bara í efnistökum heldur líka við skráningu. Aftan á flestar pappírsmyndir sínar, og á skuggamyndarammana, hefur nafn, staður, stund og tilefni vifangsefn-isins verið skrifað í símskeytastíl, sem hefur ómetanlegt sögulegt gildi. Myndir Sigurgeirs eru ekki bara af fólki sem slíku, heldur eru þær einstök söguleg heimild um samfélagið í Vestmannaeyjum, atvinnuhætti, náttúrufar og síðast en ekki síst fuglalíf enda hefur kappinn alltaf haft áhuga á fuglum og kunnað vel við sig meðal fugla af ýmsu tagi.�?
Sýningin verður opin fram á þrettándann, frá 16:00 til 18:00 virka daga og frá 14:00 til 18:00 um helgar. Sýningarstjórar verða þeir Guðmundur Ásbjörnsson, sem starfaði í 47 ár í Vinnslustöðinni, lengst af sem verkstjóri, Ingi �?órarinsson sem starfaði í 52 ár í Fiskiðjunni og síðar í Vinnslustöðinni, líka lengst af sem verkstjóri og svo Jóhann �?lafsson sem starfaði í 36 ár í Gúanó.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst