Sölu svokallaðra félagsmannamiða á Þjóðhátíð líkur næstkomandi föstudag, 5. júlí. Þar geta þeir sem eru skráðir félagsmenn í ÍBV-íþróttafélagi fengið miðann á 21.990,-
Um helgina var tilkynnt um að FM95BLÖ mæti í Dalinn á Þjóðhátíð…með afa. Þetta er í áttunda skipti sem þeir félagar mæta og gera allt vitlaust á Brekkusviðinu.
Þá segir að Helgi Björns verði ekki heima um Verslunarmannahelgina því hann er staðfestur í Dalinn á Þjóðhátíð!
Nánari upplýsingar um forsöluna og verðskrá hátíðarinnar má nálgast hér.
Uppfært: Ef einhver lendir í vandræðum er hægt að hafa samband við Ellert Scheving Pálsson, framkvæmdastjóra ÍBV. Sími 691-0262 eða á netfangið ellert@ibv.is.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst