Haraldur Halldórsson, starfsmaður Safnahúss Vestmannaeyja, hefur undanfarna mánuði unnið hörðum höndum við að skanna tölublöð Frétta. Samstarfssamningur er í gildi milli Vestmannaeyjabæjar og Eyjasýnar, sem gefur út vikublaðið sem í dag heitir Eyjafréttir en í náinni framtíð verður hægt að nálgast öll tölublöð Frétta og Eyjafrétta á vefsíðu blaðsins, Eyjafréttir.is og á Heimaslóð.is. Um er að ræða ærið verk, enda hafa verið gefnar út um 30 þúsund blaðsíður eða um 2000 tölublöð. Verkið er unnið undir handarjaðri Kára Bjarnasonar á Bókasafninu.