Í dag ætla fulltrúar Útvegsbændafélags Vestmannaeyja að funda með þingmönnum Suðurkjördæmis vegna frumvarps atvinnuvegaráðherra um hækkun veiðigjalda.
Að sögn Viðars Elíassonar, formanns Útvegsbændafélags Vestmannaeyja boðuðu þeir oddvita flokkanna í kjördæminu á sinn fund. Spurður um hvað standi til að kynna fyrir þingmönnunum segir hann að þau ætli að sýna þeim með tölulegum staðreyndum hvað gerist í okkar bæjarfélagi verði frumvarpið að veruleika.
Oddvitarnir sem um ræðir eru sex talsins. Spurður hvort þeir hafi allir staðfest mætingu segir Viðar að allflestir þeirra hafi boðað komu sína. „Við vonumst eftir að eiga góðan fund og teljum brýnt að leggja tölurnar og þessi gögn fram fyrir kjörna fulltrúa okkar.”
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst