Eyjar.net greindi frá því í byrjun vikunnar að Hjálparstarf kirkjunnar hefði ákveðið að endurnýja ekki samning við Kertaverksmiðjuna Heimaey, sem í hartnær þrjá áratugi hefur framleitt kertin. Hjálparstarf kirkjunnar hefur ákveðið að hefja innflutning á pólskum kertum en á eyjar.net kemur fram að í þeim sé mun minna vax. Heimaey hefur til þessa framleitt rúm 30.000 friðarkerti á ári fyrir kirkjuna og því hefur þessi ákvörðun mikil áhrif á rekstur verksmiðjunnar. Bjarni Gíslason, framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar staðfesti þetta á Eyjar.net og sagði framleiðslukostnað á kertunum væri orðinn það hár að ekki væri lengur grundvöllur fyrir kaupunum. �??�?á sagði Bjarni að vandamál væri að fá blikksmiðju til að taka að sér framleiðslu á dósunum undir kertin. Ennfremur sagði hann að samkeppni í kertasölu hafi aukist til muna nú í seinni tíð sem gerðu hlutina enn erfiðari,�?? segir í fréttinni.
Á
mbl.is segir svo í dag að framkvæmdastjórar kertaverksmiðjunnar og Hjálparstarfs kirkjunnar hafi rætt saman um málið. �??Hjálparstarfinu þykir leitt að upplýsingagjöf til Heimaeyjar á stöðu mála og grundvöllur ákvörðunar um að flytja inn fullunnin kerti árið 2013 hafi ekki verið sem skyldi. Heimaey hefði viljað fá betri aðkomu og möguleika á að bjóða í fullunnin Friðarljós,�?? segir í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Aðilar munu nú í sameiningu skoða þessi mál í fullri hreinskilni og ræða möguleikana á áframhaldandi samstarfi.