Stýrihópur um hönnun og smíði nýs Herjólfs boðar til kynningarfundar í Höllinni í dag kl. 17.00. �?ar mun Friðfinnur Skaftason formaður stýrihópsins flytja inngang. Jóhannes Jóhannesson, skipaverkfræðingur kynna hönnun á nýju ferjunni, en hann er ráðgjafi hópsins. �?á mun fulltrúi frá Polarkonsult, hönnuður ferjunnar, kynna fyrirtækið. Vestmannaeyingar eru hvattir til að mæta á fundinn og fræðast um þetta fyrirhugaða skip, sem skiptir íbúanna og byggðarlagið svo miklu máli. �?á getur fólk einnig fengið svör fyrir spurningum sínum.