Á laugardaginn kemur, 23. nóvember kl. 13.00 mun Sigurgeir Jónsson kynna nýja bók sína Fyrir afa, nokkrar smásögur í Sagnheimum. Með honum í för verður sonardóttir hans, Katrín Hersisdóttir, sem myndskreytti bókina. Einnig mætir sonurinn Jarl ásamt fylgdarliði.
Þetta er 14. bók Sigurgeirs og að hans sögn sú síðasta. Hér er um ljúfa fjölskyldustund að ræða sem fólk ætti ekki að láta fram hjá sér fara núna í aðdraganda aðventunnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst