Dagskrá er svo hljóðandi:
13:00 Sýningin er opnuð með ræðu frá bæjarstjóra Vestmannaeyja.
13:30-20:00 Eyjafyrirtæki kynna vörur sínar og þjónustu. Fjallað verður um samgöngumál,búsetuskilyrði, hátíðir eyjanna, framtíðarsýn eyjanna o.s.frv.
20:30 Brekkusöngur í Vetrargarðinum sem stendur til 23:30. Fjölmargir þjóðþekktir listamenn sem eiga það sameiginlegt að eiga rætur að rekja til Vestmannaeyja munu koma fram á þessum tónleikum. Ýmsar viðurkenningar verða veittar þeim sem þykja hafa skarað fram úr við eflingu menningar og mannlíf Vestmannaeyja.
Kynnir verður Elliði Vignisson, bæjarstjóri
Sýningin:
Sýningin er byggð upp með básum þar sem hvert fyrirtæki getur kynntog selt vörur sínar og þjónustu. .
Dansleikur á Players.
Síðast en ekki síst er minnt á dansleikinn á Players að kveldi 3. mars þar sem Logar og Dans á rósum munu skemmta sem aldrei fyrr.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst