Nýjasta vél í flota flugfélagsins Ernis, TF-ORI, fór í sitt fyrsta áætlunarflug til Vestmannaeyja í gær. Vélin er af gerðinni Dornier 328-100 og var framleidd árið 1998. Glæsileg viðbót hjá Erni sem mun koma sér vel í flugi sínu til Vestmannaeyja. Bæjarstjórinn okkar Íris Róbertsdóttir tók á móti flugvélinni og færði starfsfólki um borð í vélinni blóm.
Ljósmyndari Eyjafrétta tók myndirnar.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst