Meistaraflokkur kvenna í handbolta leikur sinn fyrsta leik í Olís deildinni í vetur á heimavelli á móti Aftureldingu á laugardaginn kl. 14:00.
Vegna óhagstæðrar veðurspár fyrir morgundaginn hefur mótanefnd HSÍ ákveðið að flýta leik ÍBV og Aftureldingar sem fer fram í Eyjum á morgun. Afturelding mun sigla í kvöld til Eyja og leikurinn fer fram kl.14:00 á morgun en ekki kl.16:00 eins og gert var ráð fyrir.
ÍBV mætir með nokkuð breytt lið á milli ára og nýja þjálfara í brúnni. Það verður spennandi að fylgjast með ungu og efnilegu liði ÍBV í vetur. Leikurinn verður eins á aðrir heimaleikir í beinni á ÍBV-TV.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst