Berglind Björg, markaskorari Íslands á EM, segist hafa viljað gefa mömmu sinni mark í afmælisgjöf. Mamma hennar, Sólveig Anna, átti stórafmæli í gær og var því vel fagnað með stuðningsmönnum á fan-zone fyrir leikinn, en foreldrar Berglindar eru í Englandi til að upplifa stemminguna beint í æð.
Berglind sagði sjálf að mamma hennar hafi sett smá pressu á hana að skora mark á afmælisdeginum hennar.
„Hún setti pínu pressu og hún fékk það [markið]. Ég hefði viljað gefa henni sigur en það gerist bara í næsta leik,“ sagði Berglind.
Þetta kemur fram á íþróttavefnum Vísir.is
Eyjafréttir tóku hús á Sólveigu og Þorvaldi áður en mótið hófst og sögðust þau ekkert stressuð að vera á hliðarlínunni.
„Nei, það er bara tilhlökkun og eftirvænting að vera á hliðarlínunni, því stærri leikir því skemmtilegra. Við ætlum að vera í Englandi og sjá fyrstu tvo leikina og við metum möguleika Íslands bara nokkuð góða,“ segja þau.
Viljið þið spá fyrir um úrslit?
„Við spáum 1-1 jafntefli á móti Ítalíu, við erum ekki komin með tilfinninguna fyrir úrslitum í Frakklandsleiknum ennþá. Áfram Ísland!“ kant





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.