Gaf mömmu mark í afmælisgjöf
11. júlí, 2022

Berglind Björg, markaskorari Íslands á EM, segist hafa viljað gefa mömmu sinni mark í afmælisgjöf. Mamma hennar, Sólveig Anna, átti stórafmæli í gær og var því vel fagnað með stuðningsmönnum á fan-zone fyrir leikinn, en foreldrar Berglindar eru í Englandi til að upplifa stemminguna beint í æð.

Berglind sagði sjálf að mamma hennar hafi sett smá pressu á hana að skora mark á afmælisdeginum hennar.

„Hún setti pínu pressu og hún fékk það [markið]. Ég hefði viljað gefa henni sigur en það gerist bara í næsta leik,“ sagði Berglind.

Þetta kemur fram á íþróttavefnum Vísir.is

Eyjafréttir tóku hús á Sólveigu og Þorvaldi áður en mótið hófst og sögðust þau ekkert stressuð að vera á hliðarlínunni.

Nei, það er bara tilhlökkun og eftirvænting að vera á hliðarlínunni, því stærri leikir því skemmtilegra. Við ætlum að vera í Englandi og sjá fyrstu tvo leikina og við metum möguleika Íslands bara nokkuð góða, segja þau. 

Viljið þið spá fyrir um úrslit?
„Við spáum 1-1 jafntefli á móti Ítalíu, við erum ekki komin með tilfinninguna fyrir úrslitum í Frakklandsleiknum ennþá. Áfram Ísland! kant

Foreldrar Berglindar styðja þétt við bakið á henni á stórmótum og mikilvægum leikjum.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.