Óskar Pétur Friðriksson heldur áfram að grúska í ljósmyndasafni sínu og rifja upp gamla tíma í Eyjum. Nú fer hann aftur til ársins 2011.
Það var í júlí árið 2011 sem nokkrar ungar stúlkur voru að vinna við það hjá bænum að hreinsa og gera upp gamlar myndir sem börn í Barnaskólanum höfðu gert mörgum árum áður. Hér eru myndir sem málaðar voru á hús Ísfélags Vestmannaeyja árið 1978 og að sjálfsögðu átti Hraðfrystistöð Vestmannaeyja húsið á þeim árum. Nú er búið að mála yfir myndirnar því ver og miður.
https://eyjar.net/gamla-myndin-snorri-pall/
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst