Georg Eiður - Landeyjahöfn og séfræðingarnir
�?að er greinilega komið vor í Eyjum með föstum vorboðum. Farfuglarnir byrjaðir að koma og páskahretið á leiðinni og það nýjasta, Landeyjahöfn eins og vanalega full af sandi.
�?að hefur ótrúlega mikið verið skrifað um Landeyjahöfn að undanförnu og margt mjög athyglisvert þar. Sérstaklega þóttu mér góðar greinarnar frá skipstjóranum á Lóðsinum og skipstjóranum á Dísu, enda eru þar á ferðinni menn, sem eru að skrifa út frá þekkingu og reynslu.
Mig langar hins vegar að koma aðeins inn á ræðu bæjarstjórans frá því í bæjarstjórn fyrir rúmu ári síðan (tek það fram að ég var ekki á staðnum og þetta er ekki orðrétt), en svona var mér sagt að bæjarstjórinn hefði orðað það: �??�?g hef ekkert vit á samgöngum á sjó, og það hafið þið ekki heldur. Við eigum og verðum að treysta sérfræðingunum.�?? (Vonandi er þetta a.m.k. nálægt því að vera rétt).
�?essum orðum bæjarstjórans er ég alveg sammála, en svo skilur á milli, því þegar bæjarstjórinn talar um sérfræðinga, þá er hann að sjálfsögðu að tala um þá sem tóku ákvörðun um að gera þessa höfn á þessum stað, og um leið þá sem bera hvað mesta ábyrgð á öllu þessu klúðri sem Landeyjahöfn er. Í mínum huga, hins vegar, eru hinir einu réttu sérfræðingar á samgöngum á sjó, sjómennirnir og skipstjórarnir sem starfað hafa á svæðinu, en merkilegt nokkuð, bæjarstjórnin virðist ekki hafa nokkurn áhuga á að fara að ráðum þeirra sérfræðinga.
Reyndar finnst mér þetta orð, sérfræðingur, afar leiðinlegt og svolítið sérstakt þegar maður hugsar til baka um sumar fullyrðingar sem bæði hafa verið skrifaðar og sagðar af sérfræðingum Vegagerðarinnar og Siglingamálastofnunar í gegnum árin, eins og t.d. varðandi sandburðinn, hér hefur orðið gos sem ekki var reiknað með, óvenju harður vetur, náttúran mun taka höfnina í sátt, vandamálin eru vegna Markarfljóts og síðan í haust, vissi alltaf að útreikningar dönsku sérfræðinganna varðandi sandburð væri rangir. Aðrar fullyrðingar eins og hafðu ekki áhyggjur af austanáttinni, það kemur nánast aldrei austanátt í Eyjum, frátafir upp á 1,6%, 10 dagar, 20 dagar, 10%, 20-30 dagar, 30-70 dagar, 2-3 mánuðir, allt meira og minna ágiskanir algjörlega út í loftið. Spá mín um frátafirnar frá 2007 var, í góðum árum 4-6 mánuðir, í mjög vondum veður árum allt að 8 mánuðir (að gefnu tilefni þá hefur veturinn í vetur verið óvenju mildur).
Aðeins að grein bæjarstjórans þar sem hann orðaði þetta þannig: �??Ef menn hefðu vitað um sandburðinn fyrir fram, þá hefðu menn sennilega ekki gert þessa höfn og hvar stæðum við þá.�??
�?g hef nú svarað þessu áður og get svo sem endurtekið það, að sögn sumra úr stjórn �?gisdyra, sem fullyrða það að ef þeir hefðu haft stuðning bæjarstjórnarinnar á sínum tíma, þá værum við komin með göng í dag. (tek það fram að ég er ekki í stjórn �?gisdyra)
Lokaorð: �?g er á þeirri skoðun að skynsamlegast væri í dag að fá stærri og gangmeiri ferju, til þess að geta betur tekist á við þá auknu flutnings þörf sem blasir við, en auðvitað þyrfti sú ferja að geta siglt í báðar hafnirnar (með ólíkindum að það eigi að fara að smíða ferju, sem siglt verður að öllum líkindum á 12,5-13 mílna ferð og með hámarks ganghraða upp á 15 mílur, á meðan meira að segja gámaskipin sigla á þetta 15-18 mílna hraða).
�?að eru í gangi gríðarlega margar og miklar kjaftasögur, bæði um þessa nýsmíði og um Landeyjahöfn og að mínu vita væri skynsamlegast í stöðunni að boða til borgarafundar, þar sem smíðanefnd og hönnuðir á ferjunni gætu þá svarað öllum þessum kjaftasögum varðandi nýju ferjuna.
Einnig væri skynsamlegt að fá á fundinn fulltrúa ríkisins, sem hefur nú þegar sett, eftir því sem mér er sagt, á fjárhagsáætlun ákveðna upphæð sem merkt er lagfæringum á Landeyjahöfn og fá þá skýr svör um það, í hverju þær lagfæringar felast.
�?g skora hér með á bæjarstjórn Vestmannaeyja að beita sér í því, að boðað verði til slíks borgarafundar, enda veitir ekki af, sérstaklega ef tekið er tillit til nýrrar skoðanakönnunar MMR þar sem klárlega kemur fram djúp gjá milli yfirgnæfandi meirihluta bæjarbúa og bæjarstjórnar um það, hvað gera eigi næst.
Georg Eiður Arnarson.

Nýjustu fréttir

Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.