Giggó - Nýtt app úr smiðju Alfreðs
25. janúar, 2024

Giggó — nýtt app úr smiðju Alfreðs

Alfreð ehf. fagnaði ársbyrjun 2024 með því að skjóta á loft nýju appi sem kallast Giggó. Landsmenn hafa þar með fengið aðgang að markaðstorgi fyrir gigg af öllu tagi, bæði fyrir verktaka og fólk sem vill kaupa þjónustu þeirra.

Í rúman áratug hefur Alfreð verið leiðandi í að tengja saman fólk og fyrirtæki og koma á starfssamningum milli starfsfólks og atvinnurekenda. Hugmyndin um að búa til samsvarandi lausn fyrir verktaka, einyrkja og sjálfstætt starfandi hæfileikafólk féll því einkar vel að þeirri reynslu og þekkingu sem fyrir er innan fyrirtækisins. Eftir góðan sprett við hönnun og þróun appsins hefur Giggó litið dagsins ljós.

Fimm stjörnu viðtökur

Á Giggó er hægt að setja inn smáauglýsingu og óska eftir hverskonar giggurum, allt frá veislustjórn og málningavinnu til Sorpuferða. „Viðbrögðin hafa ekki látið á sér standa og fjöldi giggara hefur nú þegar skráð sig. Þau eru öll boðin og búin að taka næsta gigg. Fyrsta giggið fékk fimm stjörnur þannig að þetta byrjar vel,“ segir Anna Katrín Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Alfreðs og Giggó og þakkar öllum þeim giggurum sem þegar hafa skráð sig á Giggó.

Þegar gigg er afgreitt á Giggó er hvatt til að gefa giggaranum stjörnur fyrir frammistöðuna. Eftir því sem notkunin eykst og verkefnum vindur fram fá notendur skýrari mynd af því hvaða giggarar skara fram úr í sínu fagi, m.a. út frá stjörnugjöf og umsögnum. Að þessu leyti felur Giggó í sér notendastýrt gæðakerfi líkt og sjá má á öðrum markaðstorgum á borð við Uber eða Airbnb. Giggó er því upplagt tækifæri fyrir upprennandi giggara til að geta sér gott orð á sínu sviði.

Giggó og landsbyggðin

Það verður spennandi að sjá hvernig landsbyggðin tekur Giggó og ekki síst hvort staðbundin menning og atvinnulíf birtist í notkun appsins. Bændur á Íslandi eru t.d. annálaðir giggarar og þúsundþjalasmiðir og stökkva iðulega í íhlaupavinnu milli háannatíma í sveitinni. Þeir eiga fullt erindi á Giggó og geta svo líka nýtt appið til að auglýsa dagsverk við smölun eða í girðingarvinnu. Möguleikarnir eru ótæmandi. Í sjávarbyggðum gæti Giggó hjálpað til við að bjarga verðmætum afla. Loks er hægt að ímynda sér kvikmyndafyrirtæki við tökur í fögrum dal sem vantar aukaleikara með skömmum fyrirvara. Með því að sækja talentinn í nærsveitir mundi smáauglýsing á Giggó borga sig margfalt með sparnaði í uppihaldi og ferðakostnaði. Hvað sem öðru líður þá er Giggó frábært tækifæri og gæti orðið öflugt krydd í atvinnulífið á landsbyggðinni. „Með Giggó verður til samfélag fyrir þau sem starfa sjálfstætt, þægilegri leið til að redda næsta giggi án þess að þurfa að harka. Við sjáum fyrir okkur að Giggó muni á næstu árum gjörbreyta landslaginu að þessu leyti. Á Giggó eigum við öll að geta fundið sérfræðinga eða fagfólk sem er laust í gigg þegar á þarf að halda,“ segir Anna Katrín.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst