Glæsilegt pílumót haldið í Eyjum – myndir
Hörku keppni og góð þátttaka
Gunný Gunnlaugsdóttir, Pílufélagi Vestmannaeyja einbeitt á svip. Eyjafréttir/Eyjar.net: Óskar Pétur Friðriksson.

Um helgina fór fram ​pílumót í Vestmannaeyjum með miklum glæsibrag. Í ár tóku ​alls 57 keppendur þátt​, 49 í karlaflokki og 8 í kvennaflokki.

Tvímenningur hóf helgina – Einmenningur á laugardag

Keppnin hófst á föstudagskvöldi með tvímenningi, þar sem 20 pör tóku þátt. Þar höfðu ​Árni Ágúst Daníelsson og Birnir Andri Richardsson, ungi og efnilegi Eyjamaðurinn, sigur eftir hörkuspennandi úrslitaleik gegn ​​Halla Egils og Jóni Knút.

Á laugardeginum fór svo fram einmenningur þar sem keppt var í riðlum og síðan í úrslit í A- og B-deild. Hörður Þór Guðjónsson bar sigur úr býtum í A-úrslitum eftir frábæran og jafnan úrslitaleik gegn ​Halla Egils. Í þriðja og fjórða sæti í A-deild voru þeir ​​Árni Ágúst Daníelsson og Kár​i Vagn Birkisson, sem vann mótið í fyrra. Í B-deildinni sigraði ​Guðjón Sigurðsson, sem hafði betur gegn ​Marel Högna Jónssyni í úrslitaleik. Í kvennaflokki stóð Steinunn Dagný Ingvarsdóttir uppi sem sigurvegari eftir úrslitaleik við Árdísi Sif Guðjónsdóttur. Í þriðja og fjórða sæti urðu þær Sara Heimisdóttir og Nadía Ósk Jónsdóttir.

Landsliðsmenn meðal keppenda

Þórarinn Björn Steinsson, forsvarsmaður Pílufélags Vestmannaeyja er einn af skipuleggjendum mótsins. Hann segir í samtali við Eyjafréttir að þetta mót sé orðið árlegur viðburður hjá félaginu. „Áhuginn er mjög mikill á þessu móti sem sést best á því að við erum að fá mjög sterka keppendur ofan af landi sem skipa meirihlutann á þessu móti. Þar á meðal eru landsliðsmenn og nokkrir af þeim allra bestu á landinu sem leggja leið sína til okkar.”

Aðstandendur mótsins vilja einnig koma á framfæri innilegu þakklæti til þeirra fjölmörgu fyrirtækja sem styrktu mótið og gerðu það að veruleika. Meðal þeirra sem studdu við mótið voru:
Vöruhúsið, Alþrif, Löður, Heimadecor, Tranbergs bakarí, Miðstöðin, Salka, Litla Skvísubúðin, Icewear, Húsasmiðjan, Herjólfur, Hótel Vestmannaeyjar og Tapasbarinn, sem öll gáfu glæsilega vinninga.

Mótsstjórn var í höndum Ingibjargar Magnúsdóttur, sem stóð sig með mikilli prýði og fær sérstakar þakkir fyrir sína faglegu og skipulögðu vinnu. Ljósmyndari Eyjafrétta leit við í Íþróttamiðstöðina um helgina og smellti nokkrum myndum af mótinu.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.