Gleðileg gjöf til Félags eldri borgara
Sigurjón, fyrir miðju ásamt fulltrúum karla í skúrum og stjórnarmönnum í Félagi eldri borgara. Eyjafréttir/Eyjar.net: ÓPF

Í gærkvöldi afhenti Sigurjón Óskarsson Félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum (FebV) nýtt leiktæki sem hann lét sérstaklega smíða fyrir félagið. Sigurjón bað svokallaða karla í skúrum, sem koma saman reglulega og fást við ýmis smíðaverk, um að taka að sér verkefnið. Tóku þeir vel í beiðnina og smíðuðu traust og glæsilegt leiktæki sem nú mun koma félaginu að góðum notum. Trausti Traustason sá svo um að mála tækin.

Afhendingin fór fram í húsnæði félagsins og skapaðist þar skemmtileg og hlýleg stemning þegar Sigurjón afhenti gjöfina formlega. Gjafir sem þessar styrkja starfsemi Félags eldri borgara í Eyjum og eru kærkomin viðbót við þá aðstöðu sem félagsmenn hafa til afþreyingar og samveru. Óskar Pétur Friðriksson, ljósmyndari Eyjafrétta var á staðnum og myndaði viðburðinn og má sjá fleiri myndir hans hér að neðan.

Nýjustu fréttir

Elliði með fimm mörk í stórsigri Íslands
Herjólfur í Þorlákshöfn í dag og á morgun
Orkumálin til skoðunar hjá ráðherra
Dagvistunarmál til umræðu á fundi fræðsluráðs
Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.