Eftir árstíðabundna ótíð að undanförnu lítur ölduspáin fyrir allra næstu daga sæmilega út. Dýpkunarskipið Skandia, sem beðið hefur færist í Vestmannaeyjahöfn, hóf síðdegis í gær störf við að hreinsa frá innsiglingu Landeyjahafnar. Miðað við mælingar hefur óverulega borist inn í höfnina eða framan við hana sem bendir til þess að dregið hafi úr efnisburði á svæðinu. Á meðan aðstæður leyfa verður unnið við dýpkun allan sólarhringinn.