Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki
Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar
9. desember, 2025
Fiskimjölsverksmiðja Ísfélagsins í forgrunni.

Síðastliðin þrjú ár hefur náttúran leikið aðalhlutverk í raforkumálum á Íslandi. Kaldir og úrkomulitlir vetur ollu skerðingum á raforku frá Landsvirkjun árin 2023 og 2024 og fram í febrúar 2025 en þá skipti náttúran um ham. Vorið og hlýindi komu snemma og innrennsli var með allra mesta móti í miðlunarlón. Þrátt fyrir afar lélegt upphaf á vatnsári hefur sjaldan ef nokkru sinni farið jafn mikið vatn um yfirfall til sjávar.

Náttúran í aðalhlutverki

Þessar miklu sveiflur eru óheppileg afleiðing í fullseldu 100% endurnýjanlegu kerfi. Náttúran er í aðalhlutverki og verður það áfram. Til að nýta auðlindir sem best þarf að búa til kerfi sem hámarkar nyt og þjóðhagslegan ábata. Í megindráttum gegnir raforkumarkaður þessu hlutverki.

Ný Orkuspá Íslands 2025-2050 var kynnt í síðustu viku. Í henni er spáð rúmri orkustöðu árið 2026 en staðan fer hratt versnandi og strax árið 2029 er óvíst hvort framboð dugi til að fullnægja þörf. Eftir það er orkustaðan með litlum varaforða til fyrirsjáanlegrar framtíðar. Árferði með skerðingum gæti þar með orðið tíðara en við höfum áður vanist.

Hvort á að sveifla framleiðslu eða notendum?

Til að bregðast við stöðunni væri hægt að setja upp varavirkjanir. Þessar virkjanir væru þá tilbúin mannvirki sem að öllu jöfnu standa ónýtt. Í því samhengi er eðlilegt að líta til varaaflstöðva eða annarra aflstöðva sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti.

Á notendahlið eru miklu fleiri möguleikar. Sé fyrirsjáanlegur orkuskortur til lengri tíma, s.s. nokkurra mánaða, er hægt að nálgast stórnotendur með endurkaup í huga. En til skemmri tíma gilda önnur lögmál.

Grænar fiskimjölsverksmiðjur

Flestallar fiskimjölsverksmiðjur á Íslandi hafa rafvæðst á síðustu árum. Verksmiðjurnar geta bæði nýtt olíu og raforku. Fljótt á litið eru verksmiðjurnar grænni en verksmiðjur í nágrannalöndunum. Í Færeyjum og Danmörku er notast við jarðefnaeldsneyti og í Noregi er rafvæðing skemmra á veg komin en hérlendis.

Þrándur Sigurjón Ólafsson

…við rétt rekstrarskilyrði

Þegar raforkuverð er hagfellt nýta fiskimjölsverksmiðjur gjarnan raforku til að knýja gufukatla. Á sama hátt nýta verksmiðjur olíu ef raforka er skert eða hún er verulega dýrara en olía. Þessir notendur eru því mjög heppilegir sem „varaafl”.

Á þessu ári hefur sala HS Orku á raforku til fiskimjölsverksmiðja verið töluverð. Ef olía hefði verið brennd í stað þess að nota raforku hefði losun við bruna 7.500 tonna af olíu numið um 25.000 tonnum af CO2 (jafngildir bruna u.þ.b. 9.300 bifreiða á ári). Rafvæðingin er því ekki aðeins hagkvæm heldur líka umhverfisvæn. Þessar tölur hefðu getað verið öllu hærri ef ekki hefði orðið loðnubrestur.

Nýting raforku er beinn sparnaður fyrirtækja og umhverfis. Auk þess hagnast allir Íslendingar með óbeinum hætti því samfélagslosun Íslands minnkar. Þessi samfélagslosun er almennt lítið rædd en ríkið varði 350 milljónum króna í kaup á kvóta frá Slóvakíu fyrir samfélagslosun árið 2023.

Gjaldskrá flutnings úr tengslum við raunveruleikann

Aðstæður til að nýta raforku í fiskimjölsverksmiðjum eru almennt góðar en öllu máli skiptir að fiskimjölsverksmiðjur búi við aðstæður sem leyfa skerðanlegan flutning, enda eru þær í stakk búnar til að nýta aðra orkugjafa en raforku ef þörf er á. Almennt er skerðanlegur flutningur í boði þar sem aðeins ein flutningsleið, geislatenging, er við lýði.

Skerðanlegur flutningur hefur ekki verið í boði ef tvær tengingar eða fleiri eru í boði. Það er raunin á Akranesi, þar sem ekki hefur verið talið forsvaranlegt annað en að nota fyrst og fremst olíu við fiskimjölsframleiðslu á árinu 2025, þar sem kostnaður við notkun raforku er a.m.k tvöfalt hærri en kostnaður við notkun olíu. Flutningskostnaður og dreifing vega þar þyngst.

Eykst olíunotkun strax um áramótin?

Sambærileg staða verður uppi á teningnum í Vestmannaeyjum frá næstu áramótum ef áætlanir Landsnets ná fram að ganga. Kostnaður við raforkuflutning og dreifingu þar mun nema 22 kr/kWh miðað við afltoppa síðasta árs. Ofan á það bætist kostnaður við raforkuna sjálfa.

Til stendur að bæta flutningskerfið á Vopnafirði en slíkt mun leiða til þess að skerðanlegur flutningur verður afnuminn m.v. óbreyttar forsendur Landsnets. Þetta hækkar raforkukostnað verulega og verður til þess að notendur sjá ekki annan kost en að velja olíu sem orkugjafa.

Vert er að minnast þess að forsenda ákvörðunar um að leggja nýjan sæstreng til Vestmannaeyja var að auka notkun grænnar orku. Því var slegið upp í fjölmiðlum á sínum tíma en raunin getur orðið önnur. Kostnaður við að nýta olíu er af stærðargráðunni 10-15 kr/kWh og því er augljóst að dæmið gengur ekki upp. Þetta er mjög miður og hefur eingöngu í för með sér að kostnaðarsamar fjárfestingar í orkuinnviðum munu liggja vannýttar og fáum til gagns.

Leggjum spilin á borðið

Núverandi gjaldskráruppbygging raforkuflutnings gengur ekki upp. Hjákátlegt er að fjalla um göfug orkuskipti í orði þegar öfug orkuskipti munu eiga sér stað í verki.

Fiskimjölsverksmiðjur geta ekki greitt tvöfalt og jafnvel þrefalt verð fyrir orku af hugsjóninni einni saman á sama tíma og hugsanlegur ávinningur rennur í ríkissjóð í formi minni kaupa á  losunarkvóta vegna samfélagslosunar.

Hver er fjárhagsgeta Landsnets?

Fjárhagur Landsnets var bágur eftir fjármálahrunið og um árabil voru stærstu langtímalán fyrirtækisins á háum verðtryggðum íslenskum vöxtum. Svokölluð WACC nefnd var sett á laggirnar sem útbjó regluverk um tekjuramma fyrirtækisins. Eiginfjárhlutfall Landsnets hefur lagast jafnt og þétt og er nú 45%. Á síðustu fimm árum hafa arðgreiðslur frá Landsneti til eigenda numið tæpum 14 milljörðum króna en án þeirra væri eiginfjárhlutfallið 61%. Hafa þarf í huga að eignarhald ríkisins á Landsneti er nú 93% og verður 100% ef Orkuveita Reykjavíkur selur sinn hlut.

Horfum á samkeppnishæfni og beitum skynsemi

Í nýlegri úttekt sem fjallað var um í Innherja Viðskiptablaðsins hefur komið fram að flutningsgjaldskrá Landsnets er of há. Ljóst er að gera þarf breytingar á gjaldskránni því fjárhagur Landsnets er mun betri en þegar núverandi kerfi var sett á. Sé vilji eigenda sá að umbuna fiskimjölsverksmiðjum fyrir „varaafls“ hlutverkið, með tilheyrandi samdrætti í samfélagslosun þegar vel árar, þá er lag að taka tillit til þess núna.

Vilji er allt sem þarf.

 

Þrándur Sigurjón Ólafsson

Höfundur er verkfræðingur hjá HS Orku.

 

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
EF Forsida 11 Tbl 2025
11. tbl. 2025

NÝBURAR

Aaro Orrason Vähätalo
30. ágúst 2025
Drengur
Turku Finnland
Laura Vähätalo og Orri Arnórsson

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.