Hárgreiðslustofan Sjampó flutti sig um set fyrr í vetur að Vestmannabraut 30. Húsnæðið hefur gengið í endurnýjun lífdaga og er nú glæsileg hárgreiðslustofa sem er sannkölluð bæjarprýði. Eigendur Sjampó eru þær Ásta Hrönn Guðmannsdóttir, Ásta Jóna Jónsdóttir og Hafdís Ástþórsdóttir en Hafdís ræddi við blaðamann Eyjafrétta um ferlið sem átti að vera þrír mánuðir varð jafnlangt og meðganga.
Blaðmanni lék forvitni á að vita hvers vegna þær ákváðu að færa sig um set. ,,Við höfðum verið að leigja á Heiðarveginum í um 10 ár. Það fór vel um okkur þar, en það var orðið svolítið þröngt um okkur. Þegar þetta húsnæði var auglýst til sölu þá ákváðum við að hoppa á það enda er staðsetningin er frábær,” sagði Hafdís.
Gert fokhelt
Hvernig gengu framkvæmdirnar?,, Framkvæmdirnar urðu töluvert meiri heldur en við gerðum ráð fyrir. Í fyrstu ætluðum við bara að taka þrjá mánuði í þetta, en svo endaði þetta með því að við ruddum öllu út og byggðum þetta nánast upp á nýtt, löguðum alla veggi, rafmagn, pípulagnir og þess háttar, svo þetta var um níu mánaða meðganga,” sagði Hafdís og hló en bætti jafnframt við að í staðinn væru þær komnar með alveg nýja eign sem þær væru ótrúlega sáttar með og stoltar af.
Eins og alltaf í framkvæmdum er eitthvað sem kemur á óvart og á Sjampó var þar engin undantekning.
,,Það sem kom okkur mest á óvart var hvað þurfti í raun mikið að gera. Það tók á að gera þetta samhliða því að við vorum meira og minna fullbókaðar í allt sumar á gömlu stofunni. Við erum svo ánægðar með hvernig þetta spilaðist á endanum. Við fengum hjálp frá HAFstudio með hönnun og svo byggðum við þetta sjálfar upp með hjálp frá körlunum okkar sem unnu hörðum höndum að þessu ásamt góðum iðnaðarmönnum héðan,” sagði Hafdís.
Stóraukið vöruúrval
Aðspurð segir Hafdís að þeim líði rosalega vel á nýja staðnum. ,,Það er rosalega góð orka í rýminu og gott andrúmsloft. Það er ótrúlega gaman að bjóða kúnnum, bæði nýjum og fastakúnnum, á svona glæsilega stofu.”
Hvað eru þið að bjóða uppá ? Við höfum aukið mikið við vöruúrval enda stækkuðum við búðarhlutann mikið. Svo höldum við áfram að bjóða upp á hársnyrtiþjónustuna að sjálfsögðu,” sagði Hafdís en helstu merkin sem þær bjóða uppá eru Davines, Label M og HH Simonsen, svo hafa þær tekið inn vörurnar frá Sóley og Milk Shake ásamt fleiri merkjum.
Nudd í stólnum
Viðtökurnar hafa verið frábærar að sögn Hafdísar enda stórglæsileg aðstaða sem að þær bjóða upp á. ,,Aðstaðan er líka orðin betri. Nú er til að mynda hægt að fá nudd þegar setið er í hárþvottinum og fólk er ánægt með aukið vöruúrval,” sagði Hafdís og vildi koma eftirfarandi á framfæri að lokum. ,,Við höfum ekki enn haft tíma til þess að hafa opnunarpartí því það hefur verið svo mikið að gera! En það mun koma að því. Við þökkum Vestmannaeyjingum fyrir viðskiptin á árinu og óskum öllum gleðilegra jóla.”
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst