Sú breyting hefur nú orðið á starfsmannahaldi Vestmannaeyjabæjar að Grétar �?ór Eyþórsson íþróttakennari mun taka við starfi forstöðumanns Íþróttamiðstöðvar af Arnsteini Inga. Ráðningin er til eins árs en báðir óskuðu þeir Grétar og Arnsteinn eftir ársorlofi frá störfum sínum í samræmi við starfsmannreglur Vestmannaeyjabæjar.
�?etta kemur fram í frétt frá Vestmannaeyjabæ. Grétar �?ór hefur starfað sem íþróttakennari hjá Vestmannaeyjabæ í um 5 ár og þekkja hann flestir sem einn af leikmönnum ÍBV í handbolta. Vestmannaeyjabær býður Grétar velkominn til starfa sem forstöðumaður Íþróttamiðstöðvar Vestmannaeyja.