Grunaðir um innbrot, skemmdarverk, nytjastuld á bifreið og akstur án réttinda
4. desember, 2020

Nokkur innbrot og skemmdarverk eru nú í rannsókn hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Brotist var inn á veitingastaðinn 900 grillhús og í Stórhöfða á báðum stöðum voru unnar smávægilegar skemmdir í innbrotunum og einhverjum hlutum stolið. Tveir aðilar voru handteknir grunaðir um innbrot á á báðum stöðum. Þá eru þeir einnig grunaðir um nytjastuld á bifreið og akstur án réttinda. Þá var einnig brotist inn í sumarbústað í hrauninu austan við efribyggðina í Dverghamri og valdið skemmdum en engu stolið. Þessir sömu aðilar eru einnig grunaðir um innbrotið í sumarbústaðinn.

Aðfaranótt miðvikudagsins 18. Nóvember var brotist inn í verslunina Krónuna og vörum stolið þaðan. Einn aðili var handtekinn, grunaður um innbrotið. Þessi sami aðili er einnig grunaður um aðild að öllum hinum innbrotunum hér að ofan.

Aðfaranótt þriðjudagsins 17. Nóvember var farið inn í ólæsta bifreið og stolið peningum og hleðslutæki. Einn aðili var handtekinn, grunaður um verknaðinn. Sá er einnig grunaður um eignaspjöll og fíkniefnalagabrot. Öll þessi mál eru í rannsókn samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vestmannaeyjum.

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
6. tbl. 2025
6. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.
Mest lesið
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.