Guðmundur Magnússon, sóknarmaður í Fram, er á leið til ÍBV en þetta herma öruggar heimildir Fótbolta.net.
Guðmundur, sem er fæddur árið 1991, er uppalinn í Fram og steig þar sín fyrstu skref en hann hefur einnig spilað fyrir Víking Ó, HK og Keflavík.
Hann gegndi hlutverki sem fyrirliði Fram en hann er nú á leið til ÍBV samkvæmt heimildum Fótbolta.net. Búið er að ganga frá öllum helstu atriðum.
ÍBV hafnaði í 6. sæti Pepsi-deildarinnar á síðasta tímabili.
Hann fylgir Pedro Hipolito sem yfirgaf Fram eftir tímabilið. Stjórn Fram sagði af sér í kjölfarið.
Guðmundur hefur spilað 187 leiki og skorað 59 mörk í deild- og bikar á meistaraflokksferli sínum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst