Guðmundur VE og �?orsteinn �?H seldir til Grænlands?
17. febrúar, 2014
Ísfélag Vestmannaeyja hf. hefur skrifað undir viljayfirlýsingu um sölu á fjölveiðiskipinu �?orsteini �?H og uppsjávarfrystiskipinu Guðmundi VE úr landi.
Fyrirhugað er að félag í eigu Royal Greenland A/S, Ísfélags Vestmannaeyja hf. og annarra aðila eignist og geri út skipin. Royal Greenland er elsta og þekktasta sjávarútvegsfyrirtæki Grænlands. Skipin verða gerð út á Grænlandsmið eftir að þau hafa verið afhent nýjum eiganda síðar á árinu.
Rétt er að vekja athygli á óvissu varðandi framtíðarhorfur í íslenskum sjávarútvegi. Sú ofurskattlagning, þ.e. svokallað veiðigjald sem útgerðir í landinu þurfa að greiða, mun leiða til þess að atvinnugreinin verður ekki lengur samkeppnishæf á alþjóðlegum mörkuðum.
Ísfélag Vestmannaeyja hf. er elsta starfandi hlutafélag á landinu, stofnað 1. desember árið 1901. Félagið er burðarás í atvinnulífi í Vestmannaeyjum og á �?órshöfn.
Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst