Guðni Hjörleifsson hefur nú tilkynnt um að hann sækist eftir 2-3. sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi. Í tilkynningu frá honum segir að fjölmargir Eyjamenn og aðrir hafi skorað á hann að bjóða sig fram í eitt af efstu sætunum og hefur pressan aukist mikið við þær fréttir að ekki hefur spurst af öðrum Eyjamönnum sem hyggi á framboð. Yfirlýsingu Guðna má lesa í heild sinni hér að neðan.
Ég tel að á Alþingi Íslendinga eigi að sitja góð blanda af fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem getur unnið að hagsmunum fólksins í landinu.
Nú nálgast kosningar og mikið hefur verið rætt um mikilvægi þess að við Eyjamenn eigum fulltrúa á þingi sem við getum treyst og vinnur að okkar hagsmunum. Undirritaður hefur legið undir feld varðandi ákvörun um framboð. Fjölmargir Eyjamenn og aðrir hafa skorað á mig að bjóða mig fram í eitt af efstu sætunum og hefur pressan aukist mikið við þær fréttir að ekki hefur frést af öðrum eyjamönnum sem hyggja á framboð.
Því hef ég tekið þá ákvörðun að sækjast eftir 2-3 sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi. Það verður stillt upp hjá Miðflokknum og er það því í höndum uppstillinganefndar að ákveða hvort Eyjamaður sé ofarlega á lista hjá þeim.
Kveðja Guðni Hjörleifsson
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst