Guðni vill 2-3. sæti hjá Miðflokknum
Gudni Hjoll Ads L
Guðni Hjörleifsson

Guðni Hjörleifsson hefur nú tilkynnt um að hann sækist eftir 2-3. sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi. Í tilkynningu frá honum segir að fjölmargir Eyjamenn og aðrir hafi skorað á hann að bjóða sig fram í eitt af efstu sætunum og hefur pressan aukist mikið við þær fréttir að ekki hefur spurst af öðrum Eyjamönnum sem hyggi á framboð. Yfirlýsingu Guðna má lesa í heild sinni hér að neðan.

Ég tel að á Alþingi Íslendinga eigi að sitja góð blanda af fólki með fjölbreyttan bakgrunn sem getur unnið að hagsmunum fólksins í landinu.

Nú nálgast kosningar og mikið hefur verið rætt um mikilvægi þess að við Eyjamenn eigum fulltrúa á þingi sem við getum treyst og vinnur að okkar hagsmunum. Undirritaður hefur legið undir feld varðandi ákvörun um framboð. Fjölmargir Eyjamenn og aðrir hafa skorað á mig að bjóða mig fram í eitt af efstu sætunum og hefur pressan aukist mikið við þær fréttir að ekki hefur frést af öðrum eyjamönnum sem hyggja á framboð.

Því hef ég tekið þá ákvörðun að sækjast eftir 2-3 sæti hjá Miðflokknum í Suðurkjördæmi. Það verður stillt upp hjá Miðflokknum og er það því í höndum uppstillinganefndar að ákveða hvort Eyjamaður sé ofarlega á lista hjá þeim.

Kveðja Guðni Hjörleifsson

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.