Gul viðvörun gengur í gildi klukkan 6 í fyrramálið á Suðurlandi og gengur úr gildi á miðnætti vegna austan og suðaustan 10-18 m/s með vindhviðum allt að 30 m/s.
Á vef Veðurstofu Íslands segir að hvassast verði í nágrenni fjalla og að varasamt sé fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind og er fólk því hvatt til að sýna aðgát.
Þá er sömuleiðis varað við gulu ástandi á Faxaflóa og í Breiðafirði.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst