Gul viðvörun syðst á landinu
Skjáskot/vedur.is

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula veðurviðvörun á Suðurlandi vegna austan hvassviðri syðst á svæðinu. Tekur viðvörunin gildi á morgun, þriðjudag kl. 12:00 og gildir til kl. 20:00.

Í viðvörunarorðum segir: Austan 13-20 m/s undir Eyjafjöllum og í Mýrdal með snörpum vindhviðum, varasamar aðstæður fyrir ökutæki sem taka á sig mikinn vind. Hægari vindur annars staðar á svæðinu.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Austan og suðaustan 5-13 m/s og stöku skúrir, en súld eða rigning með köflum við suðaustur- og austurströndina. Hægari síðdegis. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast á Norður- og Vesturlandi.

Á fimmtudag og föstudag:
Austlæg eða breytileg átt 3-10 og væta af og til, en líkur á þokulofti við norður- og austurströndina. Hiti 8 til 16 stig, svalast í þokulofti.

Á laugardag:
Norðaustlæg átt og væta með köflum. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag:
Norðlæg átt og rigning með köflum, en þurrt á Suðvestur- og Vesturlandi. Heldur kólnandi.
Spá gerð: 25.08.2025 08:32. Gildir til: 01.09.2025 12:00.

Allt um veðrið.

Nýjustu fréttir

Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Andri Erlingsson til Kristianstad
Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.