Veðurstofan hefur gefið út gular veðurviðvaranir á Suðurlandi, Austfjörðum, Suðausturlandi og á Miðhálendinu. Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi í fyrramálið kl. 05:00 og gildir til kl. 17:00 samdægurs. Í viðvörunarorðum fyrir landshlutann segir: Norðan 15-23 m/s og snarpar vindhviður við fjöll, t.d. undir Eyjafjöllum. Vindur getur verið varasamur fyrir ökutæki, einkum þau sem eru viðkvæm fyrir vindi.
Á þriðjudag:
Norðvestan 10-18 m/s austanlands, annars hægari vindur. Bjart með köflum, en sums staðar dálítil él um landið vestan- og norðanvert. Frost 3 til 12 stig.
Á miðvikudag:
Breytileg átt 5-13. Svolítil snjókoma norðantil á landinu, en úrkomulaust í öðrum landshlutum. Frost 1 til 10 stig.
Á fimmtudag:
Austan og norðaustan 5-13. Þurrt að mestu á Vesturlandi, annars snjókoma eða slydda með köflum og síðar rigning við austurströndina. Hlýnandi veður.
Á föstudag:
Norðlæg eða breytileg átt. Snjókoma eða slydda með köflum norðantil á landinu, annars úrkomulítið. Frost 0 til 5 stig.
Á laugardag:
Útlit fyrir hægt vaxandi suðaustanátt með dálítilli snjókomu sunnan- og vestanlands, síðar rigning eða slydda á þeim slóðum. Þurrt á Norður- og Austurlandi. Hlýnandi veður.
Spá gerð: 11.01.2026 08:55. Gildir til: 18.01.2026 12:00.



















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst