Veðurstofan hefur gefið út gular viðvaranir vegna veðurs á eftirtöldum svæðum: Höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflói, Breiðafjörður, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir, Suðausturland, Miðhálendi og Strandir og norðurland vestra.
Á Suðurlandi tekur viðvörunin gildi klukkan 19.00 á morgun og gildir hún til kl. 6.00 á föstudagsmorgun. Segir í viðvörunarorðum að búist sé við talsverðri eða mikilli rigningu. Búast má við vatnavöxtum í ám og lækjum og mögulega staðbundin flóð sem geta valdið samgöngutruflunum. Auknar líkur á skriðuföllum og grjóthruni í bröttum hlíðum. Fólk er hvatt til að sýna aðgát og huga að niðurföllum til að forðast vatnstjón.
Á föstudag:
Suðaustan 13-23, hvassast suðvestan- og austantil. Talsverð eða mikil rigning, einkum á suðaustanverðu landinu, en úrkomuminna norðaustanlands. Dregur úr vindi og úrkomu um kvöldið. Hiti 11 til 17 stig.
Á laugardag:
Suðlæg átt 5-13 og skúrir eða rigning, en bjart á Norður- og Austurlandi. Hiti 8 til 13 stig.
Á sunnudag:
Suðlæg átt og rigning eða skúrir, en þurrt að mestu norðaustantil. Vaxandi suðaustanátt síðdegis og bætir í úrkomu. Talsverð eða mikil úrkoma sunnantil um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Suðlæg átt og talsverð rigning, einkum á Suðausturlandi, en lengst af þurrt á Norðausturlandi. Dregur úr úrkomu seinnipartinn. Milt í veðri.
Á þriðjudag:
Útlit fyrir áframhaldandi suðlægar áttir með vætu, einkum sunnan- og vestantil á landinu. Heldur svalara, einkum norðvestantil.
Spá gerð: 24.09.2025 09:53. Gildir til: 01.10.2025 12:00.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst