Þokkaleg veiði var um helgina hjá skipum Vinnslustöðvarinnar í Smuginni, að sögn Sindra Viðarssonar sviðsstjóra uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar.
„Síðasta vika var frekar róleg í makrílnum og bátarnir leituðu sig austur í Síldarsmugu. Þar eru þeir búnir að vera í einhverjum fiski um helgina og í þokkalegri veiði. Gullberg lagði af stað heim í nótt með skammtinn og ættu þeir að vera hérna til löndunar annað kvöld (þriðjudagskvöld). Síðan eru komin einhver 500 tonn í Sighvat og vonandi getur hann lagt af stað fljótlega,” sagði Sindri í samtali við Eyjafréttir í dag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst