Þorgeir Baldursson, ljósmyndari og sjómaður á Akureyri sendi okkur þessa mynd þar sem Gullberg VE öslar út Eyjafjörðinn á leið til Vestmannaeyja þangað sem það kom í nótt. Gullberg er komið í Vinnslustöðvarlitina auk þess sem settur var í það veltitankur og byggt yfir ganginn bakborðsmegin. Var það gert í Slippstöðinni á Akureyri.
Gullberg heldur senn til makrílveiða. Skipstjóri er Jón Atli Gunnarsson.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst