Gullberg landar kolmunna
gullberg_opf
Skip Vinnslustöðvarinnar, Gullberg VE á leið til hafnar. Eyjar.net/Óskar Pétur Friðriksson

Jón Atli Gunnarsson skipstjóri og áhöfn hans á Gullbergi VE færðu 1.700 tonn af kolmunna að landi snemma í morgun eftir siglingu af miðunum syðst í fiskveiðilögsögu Færeyja. Þetta er fyrsti kolmunnafarmur Vinnslustöðvarinnar á vertíðinni.

Þegar í stað var hafist handa við að landa aflanum og vinna úr honum mjöl og lýsi sem ætla má að verði síðan selt til Noregs til að fóðra eldislax þarlendra, segir Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar í samtali við vefsíðu vinnslustöðvarinnar – vsv.is.

„Huginn VE og Sighvatur Bjarnason VE eru á miðunum núna. Vonandi getur Huginn lagt af stað heim fljótlega með um 1.800 tonn en Sighvatur er að hefja veiðar.

Kolmunnakvóti Vinnslustöðvarinnar er 24.000 tonn. Ég geri ráð fyrir að við náum tveimur til þremur túrum á skip og göngum vel á kvótann en klárum hann ekki áður en loðnuvertíð hefst í febrúar. Við trúum því auðvitað og vonum að loðnan gefi sig og veiðar hefjist þá.“

Nýjustu fréttir

Veit Inga hvað hún syngur?
Norðurinngangur við sjúkrahúsið opinn á ný
Viðhorf til bæjarstjóra í brennidepli í nýrri könnun
Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.