Halda átaksverkefninu "Veldu Vestmannaeyjar" áfram

Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs kynnti á fundi bæjarráðs í gær framvindu átaksins “Veldu Vestmannaeyjar”. Haft var samband við auglýsingastofuna Hvíta húsið um að móta hugmyndir og tillögur um átakið. Verkefnið verður unnið eftir þeim forsendum sem samþykktar voru í bæjarstjórn í tengslum við afgreiðslu fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021.

Fulltrúar Hvíta hússins komu á fund bæjarráðs og fóru yfir hugmyndir og tillögur að framkvæmd átaksins.

Bæjarráð þakkaði kynninguna og samþykkir að halda átaksverkefninu áfram á þeim nótum sem kynntar voru bæjarráði af fulltrúum Hvíta hússins. Framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs mun halda bæjarráði upplýstu um framvindu verkefnisins.

Nýjustu fréttir

Sýningin Geological Rhapsody opnar á morgun
Nýtt fyrirkomulag í Uppbyggingarsjóði Suðurlands
Íþróttahátíð ÍBV í kvöld
Bærinn niðurgreiðir heimsendan mat um 53%
Sigurður Guðmundsson á Hljómey í ár
Jákvæðar umræður um Eyjagöng á Hvolsvelli
Eyjakona og drottning íslenskrar knattspyrnu
Bæjarstjórnarfundur í beinni
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.