Hallar verulega á Vestmannaeyjar í samgönguáætlun
Hofnin TMS 20220630 084235 La 25
Vestmannaeyjahöfn. Eyjafréttir/Eyjar.net: TMS

Bæjarstjóri og hafnarstjóri Vestmannaeyja fóru nýverið yfir tillögu til þingsályktunar um samgönguáætlun fyrir árin 2026–2040 og fimm ára aðgerðaáætlun 2026–2030 í bæjarráði og framkvæmda- og hafnarráði. Í þeirri yfirferð kom fram að áætlunin halli verulega á Vestmannaeyjar þegar kemur að uppbyggingu samgönguinnviða.

Greint er frá þessu á vef Vestmannaeyjabæjar, þar sem farið er ítarlega yfir helstu áhyggjuefni bæjaryfirvalda vegna tillagnanna.

Helstu áhyggjuefni

  • Skerðing á framlögum til reksturs ferja, úr 1,7 milljörðum króna í 1,4 milljarða króna, sem gæti haft áhrif á þjónustu Herjólfs. Vestmannaeyingar segjast ekki munu sætta sig við slíka skerðingu.

  • Dýpkun í Landeyjahöfn: Í samgönguáætlun er gert ráð fyrir 600 milljónum króna, en í fjárlögum eru einungis 350 milljónir. Þörfin er talin nær einum milljarði króna til að uppfylla þær kröfur sem bæjarráð telur að þurfi að liggja til grundvallar útboði.

  • Ný ekjubrú fyrir Herjólf: Framkvæmdin er frestað til ársins 2029, þrátt fyrir að Vegagerðin telji hana forgangsverkefni. Slík frestun er talin óviðunandi.

  • Framkvæmdir á Básaskersbryggju frestast einnig til 2029, en áttu að hefjast haustið 2026. Þar sem um öryggismál er að ræða eru þær tafir ekki taldar ásættanlegar.

  • Hlutfall ríkisstyrkja til hafnarframkvæmda lækkar úr 60% í 40% frá árinu 2028, sem mun hafa veruleg áhrif á fjármögnun framkvæmda og möguleg kaup á nýjum dráttarbát.

  • Nýr dráttarbátur er ekki inni í drögum að áætlun, þrátt fyrir að núverandi bátur sé frá árinu 1998 og eigi erfitt með að sinna stærri skipum.

Í umfjölluninni kemur fram mikil óánægja með að uppbygging samgönguinnviða og hafnarframkvæmda sé ekki í samræmi við þau loforð sem gefin hafa verið, meðal annars um að hækkun veiðigjalda yrði nýtt til að styrkja innviði á þeim svæðum þar sem gjaldtakan bitnar hvað mest. Ef áformin ganga eftir er ljóst að Vestmannaeyjahöfn mun fá minni styrki en margar aðrar hafnir landsins, líkt og þróunin hefur verið undanfarin ár.

Vestmannaeyjabær hyggst senda ítarlega umsögn þegar samgönguáætlunin kemur til þinglegrar meðferðar og jafnframt óska eftir fundi með þingmönnum Suðurkjördæmis til að fara yfir málið.

Nýjustu fréttir

Elliði Snær skoraði átta mörk í jafntefli Íslands
Fylgi flokkanna í Eyjum
Komu inn vegna veðurs
Afslættir hverfa með bættu raforkuöryggi
Jason Stefánsson meðal útskriftarnema FÍV 
Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.