Halldór Hallgrímsson kveður nú í nóvember Landakirkju og Kirkjugarð Vestmannaeyja eftir 33 ára starf þetta kemur fram í færslu á Facebook síðu Landakirkju. Halldór tók við stöðu kirkjugarðsvarðar og staðarhaldara Landakirkju árið 1990 og hefur unnið mikið og gott starf síðan. Bæði Landakirkja og kirkjugarðurinn hafa gengið í gegnum töluverðar breytingar á þeim tíma en safnaðarheimilið var í byggingu þegar Halldór hóf störf og aftur var byggt við það árið 2005. Kirkjugarðurinn hefur svo verið stækkaður í tvígang á tíma Halldórs. Fyrst fljótlega eftir að Halldór hóf störf og nú eru yfirstandandi stækkunarframkvæmdir í garðinum.
Gísli Stefánsson mun taka við keflinu af Halldóri en þó með breyttu sniði og gegna stöðu framkvæmdastjóra við kirkjuna og kirkjugarð. Gísli hefur undanfarin tvö ár haldið utan um rekstur beggja og mun halda því áfram ásamt því að taka yfir verkefni Halldórs.
Sóknarnefnd þakkar í tilkynningu Halldóri vel unnin störf og samstarfsfólk þakkar ánægjulegt samstarf.
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.