Handboltinn að fara af stað

Meistaraflokkur karla ÍBV í handbolta hefur handboltavertíðina í dag er þeir taka þátt í Ragnarsmótinu, en það er haldið í Hleðsluhöllinni á Selfossi.

Ásamt ÍBV taka þátt í mótinu Fram, Haukar, ÍR, Selfoss og Valur og munu þeir spila 3 leiki á næstu dögum.

Fyrsti leikurinn er gegn Fram í dag, miðvikudag klukkan 17:45.

Annar leikurinn er gegn Haukum á föstudaginn klukkan 20:15.

Að lokum verður spilað um sæti á laugardag og kemur það í ljós eftir leiki föstudagsins hvenær og gegn hverjum sá leikur verður.

Það er því um að gera að kíkja á Selfoss og styðja strákana okkar í undirbúningi fyrir veturinn!

Þeir sem ekki eiga heimagengt geta fylgst með leikjum mótsins á Selfoss TV.

í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út þann 28. ágúst næstkomandi munum við svo kynna okkur liðið betur

Nýjustu fréttir

Verulegur munur á tilboðum í flóðlýsingu Hásteinsvallar
Minningar um gos – söngvar og sögur í Eldheimum
„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.