Handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds

Talsverður erill var hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum í nótt eftir því sem fram kemur í tilkynningu. Flest voru verkefnin tengd ölvun og gistu fimm fangageymslur. 15 fíkniefnamál komu upp í gærkvöldi og nótt og er einn aðili grunaður um sölu. Þá var einn aðili handtekinn eftir að hafa slegið til fíkniefnaleitarhunds, en hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Ein líkamsárás hefur verið tilkynnt til lögreglu.
Veðrið hefur leikið við gesti og var blíðviðri á setningunni um miðjan dag í gær og í nótt var stafalogn þegar kveikt var í brennunni á fjósakletti. Lögregla metur það svo að sjaldan hafi fleiri verið mættir á föstudegi á þjóðhátíð.

Nýjustu fréttir

Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Bæjarráð gagnrýnir samgönguáætlun
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.