Hásteinsvöllur er nú tilbúinn til knattspyrnuiðkunar. Framkvæmdin tafðist vegna þess að það vantaði ífylliefni í völlinn. Nú er það komið og hefur fyrsta æfingin farið fram á vellinum. Bæði kvenna- og karlalið ÍBV eiga heimaleiki framundan. Stelpurnar mæta Grindavík/Njarðvík á morgun og á laugardag kemur karlalið Víkings Reykjavíkur í heimsókn til Eyja.
Magnús Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar ÍBV staðfestir við Eyjafréttir að báðir þessir leikir fari fram á Hásteinsvelli. Ljósmyndari Eyjafrétta leit við á vellinum þegar strákarnir æfðu þar í hádeginu.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst