Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri gerði grein fyrir áætluninni með eftirfarandi hætti:
�?Fjárhagsáætlun Hveragerðisbæjar fyrir árið 2007 ber vott um þá miklu uppbyggingu sem á sér stað í Hveragerði. Stöðug fjölgun íbúa kallar á aukin útgjöld og meiri framkvæmdir. Fjárfestingar á árinu 2007 munu verða umtalsverðar enda er fyrirhugað að ráðast í byggingu viðbyggingar leikskólans �?skalands, innréttingu húsnæðis fyrir verk- og myndmenntanám Grunnskólans í Hveragerði ásamt umfangsmikilli gatnagerð. Á árinu 2007 munu framkvæmdir hefjast við uppbygginu byggðar austan Varmár. Lokið verður aðal- og deiliskipulagsgerð og fyrstu áfangar við gatnagerð á svæðinu munu líta dagsins ljós. Helsta vaxtarsvæði Hveragerðisbæjar mun verða austan Varmár í framtíðinni ásamt því að þétting byggðar á núverandi bæjarreit mun verða umtalsverð. �?rátt fyrir mikinn vöxt sveitarfélagsins, miklar fjárfestingar og vaxandi kröfur um aukna þjónustu við íbúa mun rekstur sveitarfélagsins verða jákvæður á árinu 2007.
Áætlaðar heildartekjur Hveragerðisbæjar (aðalsjóðs, A- og B- hluta) nema alls kr. 1.048 milljónum fyrir árið 2007. �?ar af eru skatttekjur ráðgerðar kr. 608 milljónir sem er hækkun upp á kr. rúmlega 45 milljónir m.v. endurskoðaða fjárhagsáætlun 2006. Framlög Jöfnunarsjóðs eru áætluð kr. tæplega 187 milljónir og aðrar tekjur samstæðu eru kr. rúmlega 253 milljónir. Rekstrargjöld og reiknaðar afskriftir samstæðu nema alls kr. tæplega 956 milljónum. Niðurstaða samstæðu án fjármagnsliða er rétt rúmar 93 milljónir. Fjármagnsgjöld eru áætluð kr. 68 milljónir og rekstrarniðurstaða samstæðu því jákvæð um 25 milljónir kr.
Afborganir langtímalána verða kr rúmlega 89 milljónir og gert er ráð fyrir nýrri lántöku á árinu 2007 kr. 85 milljónir.
Áfram verður gætt aðhalds í rekstri bæjarfélagsins, einkum hvað varðar launakostnað og eru forstöðumenn stofnana meðvitaðir um ábyrgð sína á því sviði.
Gjaldskrár bæjarins hækka almennt ekki á milli ára en þó verður hækkun á árgjöldum hundaleyfis og skráningargjöldum hunda. �?á verður þeim hundaeigendum sem sótt hafa viðurkennd námskeið veittur 25% afsláttur af árgjaldinu og einnig fá elli- og örorkulífeyrisþegar sama afslátt. Reiknað afgjald íþróttamannvirkja hefur verið aðlagað og er nú nær því að sýna raunkostnað við rekstur mannvirkjanna en áður var. Einnig hefur verið tekið tillit til ábendinga endurskoðenda og útseld daglaunavinna áhaldahúss hækkuð.
Álagningarprósenta útsvars er 13,03% og er nú fullnýtt.
Fasteignaskattur af húsnæði í A-flokki lækkar úr 0,364% af fasteignamati í 0,33%. Fasteignaskattur af húsnæði í B-flokki hækkar úr 0,44% af fasteignamati í 0,88% skv. ákvæðum laga um innheimtu fasteignaskatts af húsnæði í eigu ríkisins. Gjaldskrá gatnagerðargjalda, stofngjalda holræsa og stofngjalda vatnsveitu er hækkuð miðað við vísitölu og ætlast til að hún standi undir kostnaði bæjarins við gatnagerð. �?jónustugjöldum bygginga- og tæknideildar er einnig breytt með það til hliðsjónar að mikil slagsíða er á rekstri tæknideildar bæjarins.
Með framlagningu þessarar áætlunar er grunnur lagður að því að rekstur bæjarsjóðs og stofnana hans verði í góðu jafnvægi og án halla á næsta ári.”
Fulltrúar minnihlutans lögðu fram nokkrar tillögur að breytingum sem verða til endanlegrar afgreiðslu á fundi bæjarstjórnar 14. desember en þá fer seinni umræða um fjárhagsáætlun fram.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst