Heilsuræktartæki gefin til Hraunbúða

Stjórn Minningarsjóðs um hjónin Guðmund Eyjólfsson (1885-1924) og Áslaugu Eyjólfsdóttir (1880-1952) frá Miðbæ við Faxastíg í Vestmannaeyjum afhenti í dag  Dvalarheimilinu  Hraunbúðum sett af heilsuræktartækjum.  Eru það hlaupabretti, þrekhjól, stórt sjónvarp og tölva með snertiskjá ásamt áskrift af hjólaleiðum.  Halldóra Björnsdóttir íþróttafræðingur og eiginmaður hennar  Birgir Þór Baldvinsson afhentu tækin fyrir hönd sjóðsins , en Halldóra hefur verið í sambandi við sjúkraþjálfara  á Hraunbúðum til að kanna möguleika og þarfir heimilisfólks.  Starfsemi Minningarsjóðsins sem var stofnaður 1969  tengdist Stýrimannaskólanum í Eyjum og síðar stýrimannanáms við FÍV , en námið lagðist fyrir liðlega áratug.   Var því niðurstaða stjórnar í sjóððsins fyrr á þessu leggja hann niður en nýta fjármuni til að styðja við þarfa  verkefni. Þess skal getið að Guðmundur Eyjólfsson og Áslaug Eyjólfsdóttir voru foreldrar bræðrana  Björns Guðmundssonar, kaupmanns og útvegsbónda og Tryggva Guðmundssonar kaupmanns.

Myndin var tekin þegar afhending tækjanna fór fram að viðstöddum fulltrúum sjóðsins og Hraunbúða.

Nýjustu fréttir

Foreign Monkeys gefa út þriðju breiðskífu sína – „III“
Úttekt á fasteignagjöldum ársins
Mikil gróska í fimleikastarfi og mót framundan
Hlutafjáraukning Eyjaganga langt komin
Áframhaldandi hvassviðri út vikuna  
Áætlun um rýmingu Heimaeyjar eftir að Surtsey fór að gjósa
Loðnu að finna á stóru svæði
Íbúakosning samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.