„Er styrkur en ekki laun“ 
Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar. Eyjar.net/TMS

Heimgreiðslur Vestmannaeyjabæjar hafa verið til umræðu hjá þeim hópi fólks sem bíður eftir leikskólaplássum fyrir börn sín. Eyjar.net fjallaði um málið fyrir helgi og ræddi málið í gær við varaformann fræðsluráðs og má sjá þær umfjallanir hér að neðan.

Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar segir í samtali við Eyjar.net í dag að vegna fyrirspurnar vefmiðilsins um heimgreiðslur þá liggi fyrir umsóknir frá foreldrum 14 barna af þeim 15 sem náð hafa 12 mánaða aldri og voru á bið eftir leikskóla.

„Af þeim fá 10 greiðslur og 7 af þeim fulla greiðslu. Fjórir fá ekki greiðslu þar sem þeir eru 200 – 400 þúsund yfir lámarkslaunaviðmiðun sem eru 1.050.000 kr. Athygli er vakin á því að heimgreiðslur er styrkur en ekki laun. Verklagsreglur Vestmannaeyjabæjar eru að greiða styrkinn út ekki síðar en fimmta hvers mánaðar. Þó hefur komið fyrir að við höfum greitt hann fyrr út.
Rétt er að benda á að það liggur ekki fyrir nein formleg athugasemd hjá Vestmannaeyjabæ vegna heimagreiðslanna. Aðilum er velkomið að leita upplýsinga hjá sveitarfélaginu eða koma með athugasemdir til að hægt sé að meta stöðuna.“

segir Jón Pétursson.

https://eyjar.net/vilji-allra-ad-veita-foreldrum-goda-og-trausta-thjonustu/

https://eyjar.net/heimgreidslur-ekki-ad-skila-ser/

Nýjustu fréttir

Vinnustofur í stað líkamsræktar?
Glacier Guys með nýtt föstudagslag
„Úttroðinn af loðnu”
Fréttapýramídar afhentir fyrir nýliðið ár
Karlar hvattir til að sýna handverk
Guðbrandur Einarsson segir af sér þingmennsku
Mikill áhugi á Eyjagöngum
Saltfisksala hjá meistaraflokkum ÍBV
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.