Karlalandslið Jamaíka í fótbolta sem Heimir Hallgrímsson stýrir mætir Mexíkó í undanúrslitum Gullbikarsins í Norður- og Mið-Ameríku í fótbolta á morgun. Jamaíka vann Gvatemala, 1:0, í átta liða úrslitunum. Það var Amari’i Bell, leikmaður Luton í ensku úrvalsdeildinni sem skoraði sigurmarkið. á 51. mínútu eftir sendingu frá Demarai Gray, leikmanni enska liðsins Everton.
Í nýjasta blaði Eyjafrétta er viðtal við Heimi og Írisi Sæmundsdóttur, konu hans um dvölina í Jamaíka þar sem þau una sér vel. Hann sem landsliðsþjálfari karla og hún vinnur með yngri landsliðum kvenna.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst