Adólf Sigurjónsson bifreiðastjóri, Addi var einn litríkra bílstjóra á Bifreiðastöðinni sem á síðustu öld var ein af stoðum bæjarfélagsins. Kona hans var Herdís Tegeder og áttu þau drengina Sigurjón Hinrik, Gunnar Darra og Jón Steinar. Allir bifvélavirkjar og héldu sig við bílana sem þeir ólust upp við.
Í næsta blaði Eyjafrétta sem kemur út á morgun verður fjallað nánar um bíla og bifreiðaþjónustu í Eyjum. Í blaðinu verður einnig fjallað um Sigurbjörgu ÁR, nýtt skip Ísfélagsins, skólasamfélagið í Eyjum, um lúsmýið og um Laufey – þjónustumiðstöð. Þá er forvitnilegt viðtal við Adam Nichols, prófessor við Marylandháskólann í Bandaríkjunum. Hann var staddur í Vestmannaeyjum í síðustu viku, en Tyrkjaránið hefur átt hug hans allan í þrjátíu ár. Enn fremur er Þjóðhátíðin gerð upp auk þess sem við fáum skemmtilega lýsingu á fullkomnum degi á Eyjunni fögru.
Allt þetta og fleira til í blaðinu sem út kemur á morgun, mánudag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér á vefnum eftir hádegi á mánudag, Ef þig vantar aðgang getur þú smellt hér. Ef þú vilt gerast áskrifandi getur þú smellt hér.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst